Hátíðarmatur
Síðastliðinn fimmtudag ríkti sannkölluð jólastemmning í Heiðarskóla þegar nemendur og starfsfólk komu saman og nutu sameiginlegrar jólaveislu. Þessi fallega hefð er orðin ómissandi hluti af jólahaldinu í skólanum og skapar notalega stemningu fyrir alla.
Nemendum var boðið upp á kalkúnabringu með öllu tilheyrandi og ís í eftirrétt. Búið var að leggja hátíðlega á borð fyrir alla nemendur skólans og var andrúmsloftið hlýlegt og gleðilegt.
Nemendur voru einstaklega kurteisir og til fyrirmyndar og gátu allir notið notalegrar stundar saman í góðum félagsskap. Dagurinn var afar vel heppnaður og minnti okkur á mikilvægi samveru og gleði á aðventunni.





