15. apríl 2013

Hátíðarkvöldverður og árshátíð í Stapa

Fimmtudaginn 11. apríl snæddu nemendur í 10. bekk hátíðarkvöldverð með kennurum og starfsfólki. Frábær foreldrahópur sá um skipulag þessarar stundar og Magnús Þórisson, kokkur og faðir, eldaði ljúffengar kjúklingabringur ofan í mannskapinn. Víðir Sveins Jónsson sá um veislustjórn og Sonja Sigurjónsdóttir notaði tækifærið og þakkaði starfsfólki skólans fyrir samstarfið, fyrir hönd foreldra 10. bekkinga. Karen og Markús Már lásu upp spá um framtíð nemenda og kennara og þekkta frasa í glærusýningu auk þess sem bæði nemendur og kennarar hlutu ýmsar útnefningar. Kátir, glaðir og prúðbúnir 10. bekkingar fóru svo með rútu á árshátíðarball unglinganna í Stapa þar sem mikið var hlegið og dansað en Ari Eldjárn og Ingó veðurguð skemmtu. Fleiri myndir má sjá í myndasafni. 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan