2. maí 2016

Haraldur Axel tekinn við sem skólastjóri

Í dag tók Haraldur Axel Einarsson formlega við stöðu skólastjóra Heiðarskóla. Hann var valinn úr hópi 3 umsækjenda í aprílmánuði. Haraldur hefur starfað sem stærðfræðikennari í skólanum frá árinu 2005, sinnti deildarstjórnun skólaárið 2011-2012 og var þá ráðinn aðstoðarskólastjóri en þeirri stöðu hefur hann gegn þar til nú. Við óskum Haraldi velfarnaðar í nýju starfi.

Haldin var óvænt kveðustund fyrir Sóleyju Höllu, fráfarandi skólastjóra, í íþróttasal fyrir rúmri viku síðan en hennar síðasti dagur sem skólastjóri var á föstudaginn síðasta. Hún hitti þá alla nemendur og starfsmenn skólans og þakkaði þeim fyrir samveruna og samstarfið. Við þökkum henni sömuleiðis fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf og óskum henni velfarnaðar í þeim verkefnum sem hún mun taka sér fyrir hendur.

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan