Haraldur Axel tekinn við sem aðstoðarskólastjóri
Í dag tók Haraldur Axel Einarsson formlega við stöðu aðstoðarskólastjóra Heiðarskóla. Hann var valinn úr hópi 5 umsækjenda fyrr í þessum mánuði. Haraldur hefur starfað sem stærðfræðikennari í skólanum frá árinu 2005 og sinnt deildarstjórnun þetta skólaárið. Við óskum Haraldi velfarnaðar í nýju starfi.