9. maí 2025

Hæfileikahátíð grunnskólanna 2025

Á Barnahátíð í Reykjanesbæ er haldin hæfileikahátíð grunnskólanna ár hvert þar sem flutt eru dagskráratriði frá árshátíðum skólanna. Hæfileikahátíðin fór fram 6. maí síðastliðinn þar sem nemendur í 6. bekk voru áhorfendur í Hljómahöll, en aðrir nemendur fylgdust með hátíðinni í beinu streymi frá skólanum.

Nemendur í leiklistarvali úr 8. – 10. bekk í Heiðarskóla sýndu tvö atriði úr árshátíðarleikritinu "Anní".  Kynnar frá Heiðarskóla voru þær Dísella og Inga Laufey úr 6. bekk og stóðu þær sig með glæsibrag.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan