Gróa, Lísa og Heiðarskóli hlutu Hvatningarverðlaun fræðsluráðs 2019
Gróa Björk Hjörleifsdóttir, Guðrún Lísa Einarsdóttir og Heiðarskóli hlutu Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar fyrir jóga og slökunartímana í Heiðarskóla. Var þeim veitt viðurkenning við athöfn í DUUS húsum þann 6. júní sl. Jóga og slökunartímar hafa verið einu sinni í viku hjá 1.-4. bekk í jógastofu sem útbúin var fyrir verkefnið síðasta sumar. Unglingarnir geta einnig valið jóga og slökun sem valgrein eins og undanfarin ár. Til hamingju, Gróa, Lísa og Heiðarskóli.