Góður árangur á boðsundsmóti grunnskólanna
Boðsundsmót grunnskólanna og SSÍ fór fram í Laugardalslaug þriðjudaginn 26. mars. Helena og Skúli, sundkennarar fóru með tvö lið, annað skipað nemendum í 5. - 7. bekk og hitt nemendum úr 8. - 10. bekk. Yngra liðið hafnaði í 10. sæti af 54 liðum og það eldra í 12. sæti af 28 liðum. Nemendur voru sjálfum sér og skólanum til sóma og höfðu gaman af þátttökunni. Yngra liðið skipuðu þeir Daði Rafn og Kacper í 5. bekk, Fjóla Margrét og Margeir Máni í 6. bekk og Embla, Arnþór Máni, Melkorka Sól og Katrín Hólm í 7. bekk. Eldra liðið skipaði Eva Falsdóttir í 8. bekk, Ásta Kamilla í 9. bekk og Andri Sævar, Bartosz, Óttar Geir, Eyþór, Guðný Birna og Lovísa í 10. bekk. Við þökkum þessum öflugu sundköppum kærlega fyrir að hafa tekið þátt í mótinu og gert sitt besta fyrir hönd skólans.