Góð frammistaða í Gettu enn betur
Spurningakeppni grunnskólanna í Reykjanesbæ, Gettu enn betur, fór fram í Njarðvíkurskóla miðvikudaginn 3. febrúar sl. Þau Bergur Daði Ágústsson, Dagný Halla Ágústsdóttir og Einar Örn Andrésson skipuðu lið Heiðarskóla. Auk Heiðarskóla tók Holta-, Akur, Njarðvíkur og Myllubakkaskóli þátt. Í fyrstu umferð mætti liðið okkar Myllubakkaskóla og lauk þeirri viðureign með öruggum sigri okkar fólks. Í seinni umferðinni mættu þau Njarðvíkurskóla og töpuðu með aðeins tveimur stigum í hörkuspennandi keppni en það kostaði liðið þátttöku í úrslitaviðureigninni. Í úrslitum kepptu lið Njarðvíkur- og Holtaskóla og höfðu Holtskælingar betur. Þau Bergur Daði, Dagný Halla og Einar Örn stóðu sig með prýði og voru sjálfum sér og skólanum til sóma. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir að hafa tekið þetta verkefni að sér fyrir skólans hönd.