7. nóvember 2019

Gjöf frá foreldrafélaginu sem mun nýtast vel

Í tilefni af 20 ára afmæli Heiðarskóla gaf foreldrafélagið skólanum afar veglega gjöf sem vafalaust mun nýtast mjög vel. Um er að ræða þráðlausa hátalara með hljóðnema. Guðný Kristjánsdóttir var stjórn foreldrafélagsins innan handar þegar gjöfin var keypt en hún hefur einmitt lánað skólanum hátalara við ýmis tilefni. Kristján Freyr, formaður foreldrafélagsins og þær Ragnheiður Garðarsdóttir og Inga Brynja afhentu gjöfina á afmælishátíðinni í gær. Aðeins um klukkutíma síðar voru hátalarnir nýttir í íþróttasalnum þar sem Eysteinn Hauksson hélt fyrirlestur fyrir unglingastigið. Við færum foreldrafélaginu okkar bestu þakkir fyrir þessa frábæru gjöf.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan