Gjaldfrjáls námsgögn í skólum Reykjanesbæjar
Frá og með skólaárinu 2017 - 2018 mun Reykjanesbær sjá grunnskólabörnum fyrir nauðsynlegum námsgögnum, að undanskildum íþrótta- og sundfatnaði, skólatöskum og nestisílátum. Fyrir komandi skólaár eru því engir innkaupalistar gefnir út. Skólagögnin verða að mestu geymd í skólanum og því þurfa foreldrar að sjá til þess að heima séu til helstu skriffæri og einfaldur vasareiknir fyrir heimalærdóminn.