1. mars 2019

Gettu enn betur liðið okkar í 2. sæti

Gettu enn betur lið Heiðarskóla stóð sig ákaflega vel í Spurningakeppni grunnskólanna í Holtaskóla miðvikudaginn 27. febrúar. Þau Sólon Siguringason og Júlía Gunnlaugsdóttir í 8. bekk og Urður Unnardóttir í 10. bekk voru hársbreidd frá því að sigra lið Holtaskóla í úrslitum en lutu í lægra haldi fyrir þeim í bráðabana. Fyrir lokaspurninguna voru þau með einu stigi meira en Holtskælingar, náðu að ýta á bjölluna áður en spyrillinn hafði lesið alla spurninguna en svöruðu henni ófullnægjandi. Holtskælingar fengu þar með svarréttinn, jöfnuðu og kræktu í sigurinn með réttu svari við bráðabanaspurningu. Okkar fólk var að vonum svekkt en árangur þeirra engu að síður virkilega flottur og óskum við þeim til hamingju.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan