Fyrstu skólavikunni lokið
Fyrstu viku skólaársins er nú lokið. Nemendur mættu galvaskir til leiks föstudaginn 23. ágúst og virtust afar sáttir við að komast í rútínu eftir vætusamt sumarfrí. Eins og gefur að skilja hafa þessir fyrstu dagar verið 1. bekkingum spennandi, stundum svolítið ruglingslegir en að mestu ánægjulegir. Þeir hafa að minnsta kosti staðið sig eins og hetjur í hinum stóra heimi grunnskólans. Flest hjól eru farin að rúlla duglega af stað og má sjá myndir úr skólastarfinu hér.