14. mars 2014

Fyrri hluti kennslumyndbanda tilbúinn

Þriðjudaginn 11. mars sl. kynntu stærðfræðikennararnir Íris Ástþórsdóttir, Þóra Guðrún Einarsdóttir og Þórey Garðarsdóttir fyrri hluta af upptökum sínum af innlögnum námsþátta í stærðfræði fyrir stjórnendum, fulltrúum Keilis og fræðslustjóra. Verkefnið er samstarf Heiðarskóla og Keilis og samkvæmt samningi verða upptökurnar gerðar aðgengilega öllum á netinu næsta haust. Námsgagnastofnun hefur tekið að sér að vista efnið á slóðinni www.vendikennsla.is. Þar er nú þegar að finna kennslumyndbönd í íslensku og náttúrufræði. Við í Heiðarskóla erum ákaflega stolt af vinnu þessara kjarnakvenna og óskum þeim innilega til hamingju með afraksturinn.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan