Fyrirlestur um sexting og hrelliklám
Foreldrafélög allra grunnskólanna í Reykjanesbæ hafa á þessu ári sýnt fræðslu fyrir foreldra í vetur um sexting og hrelliklám https://vodafone.is/vodafone/vodafone/samfelagsleg-abyrgd/god-samskipti/sexting-og-hrelliklam/
FFGÍR tók sameiginlega ákvörðun með foreldrafélögum um að bjóða upp á fræðslu fyrir nemendur á mið- og unglingastigi í öllum grunnskólum í Reykjanesbæjar.
Sigríður Sigurjónsdóttir kom því til okkar í dag og hélt fyrirlesturinn „Þegar mynd segir meira en 1000 orð: Það sem þú þarft að vita um sexting og hrelliklám“, fyrst fyrir nemendur í 5.-7. bekk og svo fyrir 8.-10. bekk. Fyrirlesturinn miðar að því að fræða börn á mið- og efstastigi í grunnskóla um öryggi barna í stafrænum samskiptum. Fræðslan er samsett af höfundi verðlaunamyndanna „Fáðu já“ og „Stattu með þér!“ sem notaðar hafa verið í kennslu í grunnskólum landsins.
Við kunnum FFGÍR okkar bestu þakkir fyrir að hafa boðið nemendum okkar upp á þennan fróðlega fyrirlestur.