Fræðsla fyrir foreldra í 8. - 10. bekk
Í morgun hitti Kristján Freyr Geirsson foreldra nemenda í 8. – 10. bekk. Markmið fundarins var að ræða vímuefnaneyslu ungmenna á svæðinu. Meðal annars var farið yfir helstu samskiptamiðla sem eru nýttir til þess að nálgast efnin, í hvaða formi nemendur neita efnanna og hvert er hægt að leita ef grunur er um neyslu hjá ungmenni.
Við þökkum þeim sem mættu fyrir komuna og þarfar umræður.