2. maí 2013

Frábært framtak nemenda Heiðarskóla!

Vinkonurnar Azra Crnaz, Guðbjörg Ósk Ellertsdóttir og Thelma Rún Matthíasdóttir, nemendur í 10. bekk, hafa frá áramótum unnið hörðum höndum að því að skipuleggja tónleika til styrktar BUGL, Barna- og unglingageðdeildar Landsspítalans. Hugmyndina fengu þær í upphafi árs og fylltust þær löngun til þess að láta gott af sér leiða og gera það í þágu málefnis sem nýtist börnum og unglingum. Tónleikarnir voru haldnir þriðjudaginn 30. apríl í Stapa fyrir unglinga á aldrinum 14-16 ára og fóru þeir mjög vel fram. Tónlistarmennirnir sem gáfu vinnu sína og sáu um að skemmta tónleikagestum voru m.a. Haffi Haff, Friðrik Dór, DJ Óli Geir, DJ Baldur Ólafsson og Kristmundur Axel. Þær hafa nú safnað tæpum 600 þúsund krónum en enn er hægt að styrkja þetta frábæra verkefni með því að leggja inn á styrktarreikninginn 543-14-403004, kt. 300497-3579. Við í Heiðarskóla erum að sjálfsögðu afar stolt af þessu kraftmikla framtaki þessarra atorkusömu nemenda okkar og óskum þeim innilega til hamingju með verkefnið og afrakstur þess.  

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan