25. apríl 2014

Frábær árangur í Stærðfræðikeppni grunnskólanna!

Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja 11. mars s.l.  Nemendur úr 8.-10. bekk í öllum grunnskólum á Suðurnesjum fá að taka þátt í þessari keppni. Frá Heiðarskóla fóru 16 nemendur en alls voru þátttakendur 149. 10 efstu nemendurnir í hverjum árgangi voru boðaðir á  hátíðarstund sem fram fór í Fjölbrautaskólanum í gær. Sex nemendum okkar var boðið að koma en það voru þau Bragi Már Birgisson og Dagný Halla Ágústsdóttir í 8. bekk, Andrea Einarsdóttir og Magnús Magnússon í 9. bekk og þeir Björgvin Theodór Hilmarsson og Geirmundur Ingi Eiríksson í 10. bekk. Allir sem voru boðaðir fengu viðurkenningarskjal en þeir nemendur sem voru í þremur efstu sætunum fengu peningaverðlaun frá  Íslandsbanki auk þess sem Verkfræðistofa Suðurnesja gaf verðlaunahöfum í 10. bekk grafiskan vasareikni. Það er skemst frá því að segja að allir nemendur okkar stóðu sig prýðilega vel en Björgvin Theodór, sem var að taka þátt í keppninni í þriðja sinn, sigraði í keppni 10. bekkinga. Önnur úrslit okkar nemenda voru þessi: Geirmundur Ingi lenti í 6.-10. sæti, Andrea í 5. sæti, Magnús í 3. sæti, Dagný í 6.-10. sæti og Bragi Már í 3. sæti. Við óskum keppendunum öllum innilega til hamingju þennan frábæra árangur!  

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan