Frábær árangur í stærðfræðikeppni grunnskólanemenda!
Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja 13. mars s.l. Nemendur úr 8.-10. bekk í öllum grunnskólum á Suðurnesjum fá að taka þátt í þessari keppni. Frá Heiðarskóla fóru 10 nemendur en alls keppti 101 nemandi.
Verðlaunaafhending fór fram fimmtudaginn 26. mars. Þar mættu 10 efstu í hverjum árgangi ásamt foreldrum sínum, stærðfræðikennurum og skólastjórnendum grunnskólanna. Allir sem voru boðaðir fengu viðurkenningarskjal. Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja gáfu verðlaunin. Verðlaun fyrir fyrsta sætið voru 20.000 kr, fyrir annað sætið 15.000 kr. og 10.000 kr. fyrir það þriðja. Auk þess fengu þrír efstu í 10. bekk grafískan vasareikni frá Verkfræðistofu Suðurnesja.
Það er skemst frá því að segja að allir nemendur okkar stóðu sig prýðilega vel en Bragi Már Birgisson, sem var að taka þátt í annað sinn, lenti í 1.-2. sæti. Önnur úrslit okkar nemenda voru þessi: Svava Rún Sigurðardóttir, 5. sæti og Elva Margrét Sverrisdóttir í 6.-12. sæti í keppni nemenda í 8. bekk og Magnús Magnússon lenti í 2. sæti og Snædís Glóð Vikarsdóttir í 3. sæti í keppni nemenda í 10. bekk. Við óskum keppendunum öllum innilega til hamingju þennan frábæra árangur!