9. apríl 2014

Frábær árangur í boðsundskeppni grunnskólanna.

Boðsundskeppni grunnskólanna var haldin í Laugardalslauginni í gær, þriðjudaginn 8. apríl. Keppt var í tveimur aldursflokkum, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk og fóru þær Elín og Helena, sundkennarar, með lið í báðum flokkum. Alls tók 21 skóli þátt í þessu móti sem Sundsamband Íslands heldur. Nemendur okkar stóðu sig afbragðs vel og varð liðið sem skipað er nemendum úr 8.-10. bekkjar ,,Grunnskólameistarar í sundi". Árangur þeirra skóla Reykjanesbæjar sem tóku þátt í mótinu var eftirtektarverður en lið Holtaskóla í 5.-7. bekk vann sína keppni auk þess sem lið þeirra í 8.-10. bekk lenti í þriðja sæti. Lið Akurskóla var í öðru sæti í flokki eldri nemenda og röðuðust því skólar úr Reykjanesbæ í þrjú efstu sætin í flokki nemenda í 8.-10. bekk. Við í Heiðarskóla erum að vonum ákaflega stolt af þessum árangri sundkrakkanna okkar og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn. 

Lið 8.-10. bekkjar: Íris Ósk, Magnþór Breki, Birta María, Björgvin Theodór, Jóna Halla, Laufey Jóna, Arnór og Ingi Þór 

Lið 5.-7.bekkjar: Jakub Cezary, Guðný Birna, Camilla Nótt, Eva María, Jóna Kristín, Benedikt Már og Benjamín Jafet. Á myndina vantar Jón Ragnar.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan