7. maí 2025

Foropnun 204 metrar á sekúndu

Nemendum í 5. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar og kennurum þeirra var boðið á foropnun sýningarinnar 204 metrar á sekúndu, sem fram fór miðvikudaginn 30. apríl, sem er hluti af Listahátíð barna.

Nemendur mættu með bros á vör og tóku þátt af áhuga og gleði. Þau skoðuðu sýninguna og sýndu bæði virðingu og forvitni gagnvart listinni sem þar var til sýnis. Það var greinilegt að þau nutu heimsóknarinnar og stóðu sig með prýði í alla staði.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan