Foreldrafundur
Kæru foreldrar/forráðafólk,
Við höfum ákveðið að boða til fundar þar sem við munum ræða mikilvæg málefni er varða samskipti nemenda, orðbragð og hegðun í skólanum. Markmið fundarins er að efla samvinnu heimilis og skóla og tryggja að allir nemendur upplifi öryggi og vellíðan í skólastarfinu.
Á fundinum munum við:
. Ræða um atvik sem komið hafa upp í vetur varðandi orðbragð og ofbeldi
. Fara yfir aðgerðaráætlun skólans
. Fara yfir hvernig við getum unnið saman með ykkur um að efla jákvæðan skólabrag
Það er okkur mikilvægt að fá sjónarmið ykkar og vinna saman að uppbyggilegum lausnum. Við hvetjum alla foreldra til að mæta og taka virkan þátt í umræðunni.
Við minnum á að samvinna heimilis og skóla er grundvöllur að farsælu skólastarfi og velferð nemenda. Með góðu samtali og sameiginlegri sýn getum við náð enn betri árangri í að skapa jákvætt og öruggt námsumhverfi fyrir alla nemendur.
Hér eru tímar fyrir hvert stig, hver fundur er áætlaður í klukkustund.
Yngsta stig: Miðvikudagur 7. maí kl. 17.00
Miðstig: Miðvikudagur 7. maí kl. 18.30
Elsta stig: Fimmtudagur 8. maí kl. 17.30
Með von um góða þátttöku.