Foreldrafélag Heiðarskóla færði nemendum nýja bolta ⚽🏀
Foreldrafélag Heiðarskóla færði á dögunum nemendum í 1.–7. bekk körfubolta og fótbolta , einn af hvoru fyrir hvern bekk.
Mikil gleði og spenna skapaðist meðal nemenda þegar boltarnir voru afhentir og hefur leikgleðin verið í hávegum höfð á skólalóðinni síðan. 😄
Skólinn vill þakka foreldrafélaginu kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf sem eykur bæði hreyfingu, samveru og gleði í skólastarfinu. 💜





