30. ágúst 2018

Foreldrafærninámskeið á vegum fræðslusviðs Reykjanesbæjar

Fræðslusvið stendur fyrir fjórum mismunandi foreldrafærninámskeiðum skólaárið 2018/2019. Líkt og undanfarin mun sviðið bjóða upp á Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar (tvö á haustönn og tvö á vorönn) sem er hugsað fyrir foreldra barna á aldrinum 0-6 ára með áherslu á að kenna barninu færni sem líkleg er að nýtast því til frambúðar, Uppeldi barna með ADHD (eitt á haustönn og eitt á vorönn) sem er námskeið ætlað foreldrum barna á aldrinum 5-12 ára með ADHD og námskeiðið Klókir litlir krakkar (eitt á vorönn) sem er forvarnarnámskeið ætlað foreldrum barna á aldrinum 3-8 ára sem eru ofurvarkár og sýna fyrstu einkenni kvíða. Í fyrsta sinn verður boðið upp á meðferðarnámskeiðið Klókir krakkar í samvinnu við Grindarvíkurbæ (eitt á haustönn og eitt á vorönn). Klókir krakkar er meðferðarúrræði sem er ætlað börnum 8-12 ára með hamlandi kvíða og foreldrum þeirra.

Frekari upplýsingar um námskeiðin eru á vef Reykjanesbæjar (undir þjónusta – skólaþjónusta – foreldrafærninámskeið). 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan