6. maí 2013

Fjör á Skólaleikunum!

Fimmtudaginn 2. maí fóru hinir árlegu Skólaleikar fram í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Þetta er íþróttakeppni á milli Keflavíkurskólanna þar sem nemendur í 5.-7. bekkjum safna stigum í hinum ýmsu íþróttaþrautum. Í ár varð Holtaskóli hlutskarpastur en lið Heiðarskóla vann hvatningarbikarinn og voru okkar nemendur afar stoltir af því. Keppnin var haldin í þriðja skiptið en Guðmundur Steinarsson, íþróttafræðinemi og knattspyrnukappi á hugmyndina að henni og sér um framkvæmd hennar. Fleiri myndir má sjá í myndasafni.

 

 

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan