22. janúar 2016

Fjármálafræðsla með Jóni Jónssyni í Stapanum þriðjudaginn 26. janúar

Ungmennaráð Reykjanesbæjar kallaði eftir fjármálafræðslu fyrir ungt fólk. Í samstarfi við FFGÍR verður haldinn fræðslufundur með Jóni Jónssyni tónlistarmanni og hagfræðingi í Stapanum þriðjudaginn 26. janúar kl 19.30.
 
Á fundinum fræðir Jón unglinga á aldrinum 12 til 16 ára um peninga á skemmtilegan hátt.
Allir velkomnir, skráning á arionbanki.is/vidburdir
Viðburðurinn er styrktur af Arion banka.
 
Með kveðjur frá FFGÍR!
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan