Fiskaþema í 7. JP
Í viku 10 fengu nemendur í 7. JP þrjá kennaranema frá menntavísindasviði Háskóla Íslands og voru þær með bekknum í tvær vikur. Fyrri vikan fór í þemanám og seinni vikan fór í hefðbundna kennslu með árshátíðarívafi. Þemanámið var unnið út frá náttúrufræðibókinni Lífríki í sjó og var áhersla lögð á fiskana í sjónum nærri Íslandi. Nemendur máluðu himinn og haf á stórt veggspjald og þar næst bjuggu þau til fiska, báta, gróður og fugla. Nemendur stóðu sig með prýði og gekk verkefnið vonum framar. Verkefnið er nú til sýnis uppi á vegg inni í skóla. Fleiri myndir má sjá í myndasafni.