First Lego League keppnin
Laugardaginn 9. nóvember fór fram First Lego League keppnin í Háskólabíóin. Heiðarskóli sendi lið til keppni í fyrsta sinn. Krakkarnir stóðu sig með mikilli prýði og voru til að mynda í 2. sæti í vélmennakappleiknum. Þau lögðu mikið á sig við undirbúninginn og búa nú að reynslu sem hægt verður að nýta í næstu keppni. Laufey Ósk Andrésdóttir og Andri Már Þorsteinsson voru með krökkunum í undirbúningnum og í keppninni sjálfri. Bæði þau og krakkarnir eiga mikið hrós skilið fyrir þetta verkefni. Í myndasafni má sjá myndir frá keppninni.