20. nóvember 2025

Fernuflug_Snorri Þór Sævarsson

Textasamkeppnin, Fernuflug hóf sig til flugs nú í byrjun skólaárs þar sem grunnskólanemendum í 8.-10. bekk var boðið að taka þátt og senda inn texta undir yfirskriftinni ‚Hvað er að vera ég?‘. Um 1.200 textar bárust í keppnina.

Snorri Þór Sævarsson, nemandi í Heiðarskóla, á texta sem valinn hefur verið til birtingar á mjólkurfernum MS en alls munu 48 textar birtast á fernunum. Við óskum Snorra Þór innilega tilhamingju og hlökkum til að sjá ljóðið hans á Mjólkufernu 💙

 

Hvað er að vera ég?

Þegar vélin malar undir fingrum mínum,

ekki bara ökumaður,

heldur púls sem slær í takt við malbikið.

 

Eldur undir húddi

sportbílinn andar eldi,

en kyrrðin er mín.

Ég er augnablikið

á milli inngjafar og andardráttar,

milli þess sem brennur

og þess sem er.

 

Ég er andvarinn sem rennur inn um gluggann,

hljóðið sem deyr út þegar ljósið verður grænt.

Ég er spurningin sem enginn mælir

í hestöflum eða hraðatölum.

 

Snorri Þór Sævarsson

14 ára, Heiðarskóla

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Hnetulaus