8. nóvember 2023

Fernuflug, Rafn í 3. sæti

 

Textasamkeppnin Fernuflug var haldin meðal grunnskólanema í 8.-10. bekk í septembermánuði og tóku nemendur í Heiðarskóla þátt í samvinnu með íslenskukennurum sínum. Í keppnina bárust rúmlega 1.200 textar frá landinu öllu. Textarnir voru eins ólíkir og þeir voru margir. 

Af þessum 1200 textum voru 48 valdir sem birtast á mjólkurfernum MS sem gert er ráð fyrir að hefji sig til flugs strax í upphafi nýs árs. Hver texti verður myndskreyttur á einfaldan hátt og munu nöfn textasmiða, aldur og skóli fylgja með svo ekki fari á milli mála hver höfundur hvers texta er. 

Það gleður okkur mikið að tveir nemendur úr Heiðarskóla eiga texta sem valdir hafa verið til birtingar. Það eru þau Rafn Ibsen Ríkharðsson, 8. bekk og Kristbjörg Katla Ólafsdóttir, 10. bekk. Ekki nóg með það að textar þeirra hafi verið valdir til birtingar heldur lenti Rafn í 3. sæti keppninnar og hlýtur að launum 100.000 kr.

Við óskum þeim innilega til hamingju með textana sína og góðan árangur.

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan