5. júní 2013

Ferð 7. bekkjar á Reyki í Hrútafirði

Þann 27. - 31. maí s.l. fór 7. bekkur í Skólabúðirnar á Reykjum í Hrútarfirði. Það var hress hópur sem mætti rétt fyrir hádegi og eftir að hafa komið sér fyrir í Bjarnarborg var hádegisverður snæddur. Mikil og skemmtileg dagskrá er í boði fyrir nemendur á Reykjum og má þar m.a. nefna náttúrufræði, fræðslu um hákarla, heimsókn í byggðasafn, sund, íþróttir, undraheim auranna og listasmiðju. Nemendur Heiðarskóla voru mjög opnir fyrir því að kynnast nemendum úr Oddeyrarskóla og Flóaskóla og mynduðust strax góð tengsl á milli þeirra.
Skólastjórarnir þeir Karl og Halldóra hrósuðu hópnum fyrir frábæra framkomu og áhugasemi. Þau sögðist ennfremur ekki vera vön að hrósa nemendum á þennan hátt en að þessi hópur væri alveg sérstakur. Heiðarskólakrakkarnir tóku mjög virkan þátt í kvöldvökunum og er óhætt að segja að Heiðarskóli búi yfir hæfileikaríkum nemendum. Það er aðdáunarvert hvað þeir búa yfir miklu hugrekki að standa frammi fyrir fullum sal af ókunnugu fólki og flytja atriði af miklu öryggi. Þegar nemendur áttu frítíma þá var mjög vinsælt að hoppa yfir lækinn, fara í fjöruferð, í sjósund hvorki meira né minna, heimsækja hina skólana og annað slíkt.
 
Fanney Petra og Jane Petra
 
 
 
Myndir úr ferðinni má sjá hér.
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan