Fannar mælir með...
Hungurleikarnir er mjög góð og spennandi bók sem kom út árið 2008 og var skrifuð af Suzanne Collins.
Bókin fjallar um Katniss Everdeen sem er 16 ára stelpa sem býr í 12. umdæmi. Refsing við uppreisn, sem öll tólf umdæmin höfðu gert mörgum áratugum áður, er að á hverju ári er einn strákur og ein stelpa á aldrinum 12 – 18 ára úr hverju umdæmi dregin út í lottói og neydd til að taka þátt í Hungurleikunum. Í leikunum þurfa þátttakendur að berjast til dauða á hættulegum leikvangi þar til aðeins einn stendur eftir. Hungurleikarnir er um sögu Katniss frá 12. umdæmi. Hún býður sig fram í 74. Hungurleikana til að koma í veg fyrir að yngri systir hennar, Prim, þurfi að fara. Ásamt Katniss er Peeta Mellark valinn til að taka þátt fyrir hönd 12. umdæmis í Hungurleikunum. Umdæmin eru aðeins 12 og því eru 24 keppendur sem eiga að koma fram í Hungurleikunum. Aðeins einn aðili kemst frá leikvanginum lifandi.
Að mínu mati fannst mér bókin mjög góð og spennandi. Ómögulegt er að leggja bókina frá sér þegar lesandinn er kominn vel inn í efnið.
Fannar Gíslason 9.EP