4. mars 2014

Eyþór Vilmundur mælir með...

Artemis Fowl
 
Höfundur bókanna um Artemis Fowl heitir Eoin Colfer, en Guðni Kolbeinsson þýðir þær.

Fyrsta bókin heitir einfaldlega Artemis Fowl en hún kom út árið 2001 og Guðni þýddi hana á íslensku sama ár. Miðað við hvað bækurnar eru búnar að vera lengi á markaðnum eru þær ennþá mjög vinsælar. Þetta er bara fyrsta bókin af nokkrum og ævintýrið heldur áfram í næstu bókum.

Artemis Fowl er aðalpersónan og með honum eru
Hollý og Butler. Helstu aukapersónur eru Root og Eykur.

Artemis er aðeins tólf ára gamall en er mjög klár glæpasnillingur. Þegar hann ræðst á álf kemst Hollý í kynni við hann en hún er varðstjóri í lögregludeildinni BÚÁLFI. Álfarnir sem Artemis þarf að berjast við eru mjög hættilegir og ekki hinir týpísku álfar. Þeir ráðast á hann og eru nálægt því að drepa hann.

Mér fannst bókin frábær því það vantar ekki spennu og hasar. Ég vona að þessar bækur verði lesnar af mörgum í skólanum. Mjög áhugaverð bók sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara!

 

Eyþór Vilmundur 8.MÓ


 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan