Eysteinn Hauksson með fyrirlesturinn Besta víman
Eysteinn Hauksson, knattspyrnuþjálfari, flutti fyrirlestur sinn Besta víman fyrir nemendur í 8. - 10. bekk í gær. Fyrirlesturinn hefur forvarnargildi en Eysteinn fjallaði um kosti þess að lifa lífinu án vímuefna og benti á hvaða aðrar leiðir er hægt að velja til þess að öðlast vellíðan í líkama og sál. Nemendur hlustuðu af athygli á Eystein og var afar vel látið af því sem hann hafði að segja. Fyrirlesturinn flutti hann í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar. Í frétt í Víkurfréttum segir hann stuttlega frá innihaldi hans: https://www.vf.is/mannlif/besta-viman---ahugaverdur-fyrirlestur-knattspyrnuthjalfara-keflvikinga-i-heilsuviku