20. mars 2019

Eigum titil að verja

Í dag verður blásið í Skólahreystilúðrana á Ásvöllum í Hafnarfirði og keppninni í ár rúllað af stað. Liðið okkar er skipað þeim Bartosz Wiktorowicz, Eyþóri Jónssyni, Hildi Björgu Hafþórsdóttur og Klöru Lind Þórarinsdóttur. Þau hafa æft af kappi undir stjórn Helenu íþróttakennara og munu nú loksins fá að spreyta sig. Við erum í riðli 1 og hefst keppnin kl. 19.00. Við erum ríkjandi Skólahreystimeistarar og eigum því titil að verja. ÁFRAM HEIÐARSKÓLI!

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan