Dzana og Sóley í úrslit Stóru upplestrarkeppninnar
Í dag, föstudaginn 15. mars, voru þær Dzana Crnac úr 7. SRS og Sóley Halldórsdóttir úr 7. EN valdar úr hópi 12 nemenda í 7. bekk til að vera fulltrúar Heiðarskóla í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer í Hljómahöllinni 9. apríl nk. Þórunn Anna Einarsdóttir var jafnframt valin varamaður. Aðrir keppendur voru þau Andrés Kristinn, Arngrímur Egill, Jón Logi, Jón Steinar, Katrín Hólm, Lilja, Melkorka Sól, Rakel Rán og Viktoría Erla. Öll stóðu þau sig með stakri prýði og reyndist dómnefndinni það verkefni að velja aðeins tvo fulltrúa afar erfitt. Dómnefndina skipuðu tveir fyrrverandi skólastjórar Heiðarskóla þau Gunnar Þór Jónsson og Sóley Halla Þórhallsdóttir og Anna Hulda Einarsdóttir kennsluráðgjafi. Á meðan að dómararnir réðu ráðum sínum fluttu tveir nemendur úr 7. bekk tónlistaratriði. Það voru þau Andrés Kristinn sem spilaði syrpu á píanó og Elísabet Eva sem spila Bella Bimba á gítar.
Allir nemendur í 7. bekk hafa fengið góða þjálfun í upplestri á undanförnum vikum og mun sú reynsla vafalaust nýtast þeim öllum vel. Fleiri myndir má sjá í myndasafni.