31. maí 2018

Draumasumar er stuttmynd Heiðarskóla 2018

Stuttmyndadögum unglingastigs er nú lokið en þetta var í fimmta sinn sem þeir eru haldnir hér í Heiðarskóla. Nemendum var skipt í hópa innan hvers árgangs og fengu þeir þriðjudag og miðvikudag  til þess að búa til myndband eftir ákveðnu þema. Sumarið er tíminn var þemað í ár og áttu myndböndin að vera 3 mínútur að lengd. Ákveðin skilyrði voru sett, t.d. að allir hópmeðlimir áttu að koma fram í myndbandinu, hluta myndbandsins átti að taka upp utandyra og á einhverjum tímapunkti átti einhver leikaranna að tala með frönskum hreim. Í myndinni áttu eftirfarandi orð eða setningar að koma fram:

  • Mosavaxið
  • Mér finnst rigningin góð
  • Þetta er svo mikið rugl!
  • Sól, sól skín á mig
  • Hlýnun jarðar
  • Þarftu vettlinga?
  • Þetta er eitthvað undarlegt
  • Durgur
 
Hráslagalegt vorveðrið og tölvuleikurinn Fortnite var vinsælt efni í myndböndum ársins.
  •  
  • Fyrir hádegi í dag komu allir nemendur á unglingastigi saman á sal þar sem 15 myndbönd voru sýnd. Að sýningu lokinni fór fram atkvæðagreiðsla þar sem nemendur völdu stuttmynd ársins en gátu ekki valið sína eigin. Að þessu sinni var einnig sérstök dómnefnd fengin til að leggja sitt mat á myndböndin en hana skipuðu þau Guðný Kristjánsdóttir leiklistarkennari, Andri Már stuðningsfulltrúi í Heiðarskóla og bíóstjóri Sambíóanna í Keflavík, Berglín Sólbrá Bergsdóttir fyrrverandi nemandi og sigurvegari í stuttmyndakeppni Heiðarskóla 2016 og Garðar Örn Arnarson leikstjóri og framleiðandi. Hópurinn sem gerði tónlistarmyndbandið Draumasumar fékk flest atkvæði og tóku krakkarnir glaðir við stuttmyndabikarnum góða. Hópinn skipuðu þau Guðný Birna, Mikki, Eyþór, Alexnder Máni, Bartosz og Lovísa, bekkjarfélagar í 9. DS.

 

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan