5. janúar 2018

Danskur farkennari við störf í Heiðarskóla

Í gær fengum við frábæra viðbót við kennarahópinn okkar. Marianne Schöttel, danskur farkennari, hóf þá kennslutímabil sitt í Heiðarskóla en á þessu skólaári vinnur hún með dönskukennurum allra grunnskólanna í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði. Í haust var hún í Akur-, Njarðvíkur- og Myllybakkaskóla. Marianne er hjá okkur í samstarfi við Eygló í dönsku í 7. - 10. bekk til 2. febrúar. Á myndunum má sjá nemendur í 9. bekk tjá sig á dönsku um það sem þeir lásu af miðum sem festir höfðu verið á veggi á göngum skólans með textum um jaðaríþróttir. Var ekki annað að sjá en að þeim þætti það skemmtilegt.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan