Dagur stærðfræðinnar
Í dag er dagur stærðfræðinnar og að því tilefna hafa nemendur á öllum skólastigum unnið fjölbreytt verkefni tengd stærðfræði. Sem dæmi má nefna að þegar litið var inn í 1. bekk voru krakkarnir önnum kafnir í hringekju þar sem þeir unnu m.a. með formin. Í þriðja bekk var einnig unnið í hringekju en þar leystu krakkarnir eldspýtna þrautir, bjuggu til origami hunda og stærðfræðigogga og mældu hitt og þetta víðs vegar um skólann. 5. bekkur fór í stærðfræðiratleik snemma í morgun og nemendur í 9. bekk reiknuðu út hvað þeir kostuðu. Í myndasafni má sjá fleiri myndir.