Dagur íslenskrar tungu
Í gær, 16. nóvember var Dagur íslenskrar tungu. Dagurinn er tileinkaður íslenskri tungu og minningu skáldsins og fræðimannsins Jónasar Hallgrímssonar, sem fæddist 16. nóvember árið 1807. Hefðin fyrir þessum degi hófst haustið 1995 þegar ákveðið var að tileinka íslenskunni sérstakan heiðursdag meðal annars í ljósi baráttu Jónasar fyrir verndun tungunnar gegn kúgun og ofríki danskra nýlenduherra sem leiddi til hnignunnar íslenskunnar.
Að venju ríkir líf og fjör í skólanum í tilefni dagsins. Nemendur í 1.–7. bekk koma fram í vikunni á sal skólans og sýna atriði sem þau hafa æft síðustu daga og vikur. Verður þar að finna fjölbreytt og skemmtileg atriði sem endurspegla sköpunargleði, trú á eigin getu og virðingu fyrir íslenskri tungu.
Forráðamenn eru hjartanlega velkomnir og má sjá tímasetningar hér að neðan.






