19. maí 2020

Bugsy Malone í Heiðarskóla

Í dag frumsýndu 22 nemendur úr 8. - 10. bekk Bugsy Malone við góðar undirtektir.  Nemendurnir byrjuðu í janúar að æfa verkið og æfðu fram að samkomubanni en frumsýningin átti að fara fram þann 20. mars.  Þegar skólinn byrjaði að nýju ákvað hópurinn að æfa áfram og sýna þrátt fyrir breyttar aðstæður.  Þau eiga mikið hrós skilið fyrir þrautseigjuna og eljuna við æfingar.

Eins og áður segir var sýningin frábær og nemendur í 1. - 2. bekk voru alsælir og langar mikið að sjá leikritið aftur.  Allir nemendur skólans munu sjá sýninguna í vikunni svo það verður nóg að gera hjá leikurunum.

Það er gaman að segja frá því að það eru fleiri nemendur sem koma að sýningunni en þeir sem standa á sviðinu.  Nemendur í leikmyndahönnunarvali gerðu leikmuni t.d. smíðuðu þeir borðin og fleira, nemendur í búningahönnunarvali aðstoðuðu við val og saum á búningum og nemendur í veggjaskreytingum skreyttu vegginn á sviðinu.

Þau Esther Níelsdóttir, Guðný Kristjánsdóttir og Hjálmar Benónýsson eru leikstjórar sýningarinnar og óskum við þeim og öllum öðrum sem koma að henni innilega til hamingju.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan