9. desember 2013

Brynja Ýr mælir með...

 

Bettý er mjög skemmtileg bók eftir Arnald Indriðason. Hún var gefin út árið 2003.

 

Bettý fjallar um ungan lögfræðing sem situr í gæsluvarðhaldi og rifjar upp afdrifarík kynni sín af Bettý. Bettý platar hann í að fá sér vinnu hjá eiginmanni sínum Tómasi eða Tozza eins og flestir kalla hann. Allt í einu byrja Bettý og lögfræðingurinn að hittast. Eftir að Tómas nauðgar lögfræðingnum verður Bettý mjög reið og talar um að drepa Tómas.

Bettý er ekki alveg sú sem hún segist vera. Hún fer upp í bústað með Tómasi og lögfræðingnum og þar gerist eitthvað sem breytir lífi þeirra allra.

 

Ég valdi Bettý af því að mér fannst hún skemmtileg og spennandi. Hún er alls ekki fyrirsjáanleg eins og flestar bækur og þú ert með gæsahúð allan tímann á meðan þú lest. Ég mæli svo sannarlega með þessari bók. Hún er alls ekki löng og hverrar mínútu virði.

 

Brynja Ýr Júlíusdóttir 10. AÓ

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan