1. apríl 2019

Bryndís Jóna tekur tímabundið við starfi skólastjóra

Frá og með deginum í dag, 1. apríl, hefur Haraldur Axel látið af störfum sem skólastjóri Heiðarskóla og er tekinn við starfi grunnskólafulltrúa Reykjanesbæjar. Við þökkum Haraldi fyrir frábært samstarf og vel unnin störf og óskum honum alls hins besta í nýju starfi.

Ráðningarferli nýs skólastjóra stendur yfir og von er á fréttum á næstu vikum. Þangað til nýr skólastjóri tekur við mun Bryndís Jóna, aðstoðarskólastjóri, fylla í skarðið en reiknað er með að hún geri það út skólaárið.
 

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan