23. maí 2016

Bryndís Jóna tekin við sem aðstoðarskólastjóri

Í dag tók Bryndís Jóna Magnúsdóttir formlega við stöðu aðstoðarskólastjóra Heiðarskóla. Hún var ráðin úr hópi 7 umsækjenda í síðustu viku. Bryndís Jóna hefur starfað sem kennari í skólanum frá upphafi ársins 2009, sinnti verkefnum deildarstjóra skólaárið 2012-2013 og var ráðin deildarstjóri eldra stigs haustið 2013. Þeirri stöðu hefur hún gegn þar til nú. Við óskum Bryndísi Jónu velfarnaðar í nýju starfi.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan