10. maí 2013

Bryndís Jóna og Ragnheiður Guðný ráðnar deildarstjórar

Bryndís Jóna Magnúsdóttir og Ragnheiður Guðný Ragnarsdóttir hafa verið ráðnar í stöður deildastjóra. Ragnheiður Guðný hefur starfað sem grunnskólakennari í Heiðarskóla frá upphafi og gegndi 50% stöðu deildarstjóra á þessu skólaári. Bryndís Jóna hefur starfað sem grunnskólakennari í Heiðarskóla frá upphafi árs 2009. Þær voru meðal 9 umsækjenda um stöðurnar tvær. Þær verða deildastjórar Heiðarskóla frá og með næsta skólaári. Við óskum þeim til hamingju með ráðninguna!
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan