6. júní 2021

Breytt skipulag á skólaslitum

Við þurfum því miður að gera breytingu á fyrirkomulagi skólaslita 4. - 6. bekkja annars vegar og 7. - 9. bekkja hins vegar.

Sóttvarnarreglur sem gilda fyrir fjöldasamkomur setja okkur það miklar skorður m.t.t. rýmis og fjölda að við höfum tekið þá ákvörðun að foreldrar geta ekki fylgt nemendum þessara árganga á skólaslit. Við munum þó bæta það upp með streymi og sendum nánari upplýsingar og vefslóð á morgun, mánudag.

Okkur þykir þetta ákaflega leitt en vonum að þið sýnið þessu skilning.

Óbreytt fyrirkomulag er á skólaslitum í 1. -3. bekk og útskrift 10. bekkjar en foreldrar verða að bera grímur.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan