2. nóvember 2020

Breyting á skólastarfi

(English below)

Hertar takmarkanir stjórnvalda vegna Covid-19 gera það að verkum að skólastarfið verður með breyttu sniði næstu vikur.

Skólastarf í 1. - 4. bekk raskast lítið. Skóli verður eftir sem áður kl. 8.10 - 13.10 en nokkrar breytingar verða á stundatöflum nemenda. Engin hefðbundin íþrótta- eða sundkennsla fer fram á tímabilinu en íþróttakennarar munu þó eiga með nemendum hreyfistundir, bæði úti og inni. Það er því ekki þörf á íþrótta- og sundfatnaði á þessu tímabili en þeim mun mikilvægara að börnin séu klædd eftir veðri því auk frímínútna munu þau eitthvað fara út í hreyfingu með íþróttakennurum.
Forskólinn fellur ekki niður svo nemendur í  2. bekk þurfa að muna eftir blokkflautunum.

Nemendur í 1. - 4. bekk þurfa ekki að bera grímur en þeim er að sjálfsögðu velkomið að nota þær ef þeim og ykkur þykir það betra.

Fyrirkomulag matartíma verður að mestu óbreytt en við munum þurfa að breyta tímasetningum örlítið til þess að ekki verði fleiri börn en 50 í sama rými (innri og ytri matsal).
Umsjónarkennarar munu senda ykkur nánari upplýsingar ef þörf er á.

Skólastarf í 5. - 10. bekk raskast töluvert. Öllum bekkjum í 5. - 10. bekk verður skipt upp í tvo hópa. Annar hópurinn kemur í skólann kl. 8.10 - 10.30 og seinni hópurinn kl. 11.10 - 13.30. Kennslan fer fram í umsjónarstofum með umsjónarkennara og samstarfskennara hans auk stuðningsfulltrúa eftir því sem við á. Engin íþrótta-, sund, list, verkgreina - eða valkennsla fer fram á þessum tíma. Íþróttakennarar munu senda nemendum hugmyndir að hreyfistundum sem þeir ættu tvímælalaust að nýta sér á þessum tíma.  

Nemendur í 5. - 10. bekk verða að mæta með grímur sem þeir eiga að nota í sameiginlegum rýmum skólans, t.d. þegar þeir koma í skólann og fara heim. Grímur verða til taks í skólanum ef þær skyldu gleymast en mikilvægt er að foreldrar sjái til þess að nemendur geti haft með sér grímu/r í skólann.

Allir nemendur í áskrift hjá Skólamat fá sinn matarskammt að lokinni skólalotu dag hvern, þ.e. annars vegar kl. 11.10 fyrir þá sem eiga að mæta kl. 8.10 og hins vegar kl. 13.30 fyrir þá sem eiga að mæta kl. 11.10. Þá daga sem nemendur mæta kl. 11.10 er mikilvægt að þeir hafi fengið sér eitthvað að borða heima því hádegismatinn fá þeir ekki fyrr en kl. 13.30. Í hvorugri lotunni er gert ráð fyrir nestis- eða matartíma, aðeins stuttri pásu. Matinn hafa nemendur  með sér heim. Nemendur mega hafa með sér snarl sem þeir geta fengið sér í stuttri pásu ef þeir telja sig þurfa þess.


Kennarar munu senda til ykkar upplýsingar um hópa og hvenær þeir eiga að mæta.

Frístund

Frístund mun starfa frá 13.10 - 15.30. Athugið að þarna skerðist tíminn í frístund um 45 mínútur og það er mjög mikilvægt að foreldrar/forráðamenn virði það að börnin séu sótt í síðast lagi kl. 15.30. Eftir að börnin eru farin úr frístund tekur sótthreinsun við. Í frístund má ekki blanda árgöngum saman og því verða þeir hafðir í sitt hvoru lagi. Engin frístund verður fyrir nemendur í 4. bekk á þessum tíma. Foreldrar hringja í frístundasímann þegar þeir sækja börnin sín: 864 6791

English:

Further restrictions due to Covid19 will affect the school routine for the next two weeks, November 3rd - 17th.

Grades 1 - 4:
Only small changes will apply for students in grades 1 - 4. Their school day will be as usual from 8.10 - 13.10. There will be no regular sports or swimming lessons so the children will not have to bring sports and swimming clothes to school. Gym teachers will have motion hours with classes in and outdoors. It is therefore very important that the children have warm outdoor clothing because they might be outside in addition to normal recess.

Music lessons will be as usual so children in grade 2 have to remember to bring their flute to school.

Children in grades 1 - 4 do not have to wear masks but they are of course allowed to do so if they wish to.

Lunch will be served as usual but at slightly different times because we are not allowed to have more than 50 children in the lunch halls at the same time.

Teachers will send you further information if necessary.

Grades 5 - 10:

The school routine will be quite different for children in grades 5 - 10. All classes have been split into two groups. The one group will come to school 8.10 - 10.30 and the other 11.10 - 13.30. Classes will occur in their home-classroom with their main teacher. There will be no sports, swimming, arts&crafts, or elective classes during this time. Sports teachers will send motion-ideas to students which they should definitely use in the coming two weeks.

Students in grades 5 - 10 have to wear masks in the common areas in the school, f.ex. when they come to school and leave. They do not have to use them in the classroom. We will have masks for those who might forget but it is important that parents/guardians make sure that their children leave home with a mask/masks.

Students who have Skólamatur-subscription will get a warm meal in a disposable container when they leave school at the end of their study session either at 11.10 or 13.30. For those who come to school at 11.10, it is important that they have had something to eat because there will not be a lunch recess while they are at school. They will get their food to take home at 13.30 as mentioned before. Students are allowed to bring healthy snacks to school if they think they need to but they will only be able to eat it during a short recess.

Teachers will send you information about the groups and timing.

Frístund
Frístund will be between 13.10 to 15.30. Notice that frístund will close 45 minutes earlier than usual. It is very important that parents/guardians respect the closing time and pick up their children no later than 15.30. After 15.30 the staff will have to sanitize. We are not allowed to have different grades together in frístund so they will be separated. When parents pick up their children they should call the frístund number: 864 6791

Bestu kveðjur,
Stjórnendur Heiðarskóla

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan