Breyting á dagskrá Jólahátíðar
Ákveðið hefur verið að breyta fyrirkomulagi jólahátíðar Heiðarskóla, sem haldin er 20. desember, vegna veðurs og veikinda.
Nemendur og starfsfólk munu ekki koma öll saman í íþróttahúsinu, heldur verða stofujól eins og undanfarin tvö ár. Mæting verður eftir sem áður kl. 8.45 en stofujólum lýkur kl. 10.00 í stað 10.30.
Nemendur mega koma með smákökur eða annað sætabrauð og drykk að eigin vali, gos er leyfilegt en þó ekki orkudrykkir. Nemendur eiga að mæta snyrtilega klæddir
Foreldrar/forráðamenn hafa fengið frekari upplýsingar í tövlupósti.