Börn og samkomutakmarkanir
Skólar, frístundamiðstöðvar, íþróttafélög og fleiri sem koma að skipulögðu starfi með börnum starfa eftir fyrirmælum yfirvalda um samkomutakmarkanir. Þau snúa fyrst og fremst að fjöldatakmörkunum, fjarlægðarviðmiðum og grímunotkun. Mikilvægt er að foreldrar hugi einnig að þessum fyrirmælum utan skólatíma eða annars skipulags starfs. Takmarka á eins og hægt er samgang barna og unglinga úr ólíkum aldurshópum eða skólum og draga á þessum tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti þeirra. Þannig eru lóð foreldra m.a. lögð á vogaskálar þessarar sameiginlegu baráttu okkar.
Nánar má lesa um börn og samkomutakmarkanir hér og svo þær reglur sem gilda í leik-, grunn-, frístunda- og tónlistarstarfi hér.
English in short: It is important for parents to minimize their children´s contact with children of different age groups or different schools, other than close family members, after school time during this period of gathering restriction. For children in grade 5 and older the 2-meter rule and use of masks if that is not possible apply.