28. október 2015

Bleikur dagur í Heiðarskóla

Föstudagurinn 16. október var bleikur dagur hér í Heiðarskóla en október er ár hvert mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameini hjá konum. Starfsfólk og nemendur sýndu baráttunni stuðning með því að mæta í skólann í einhverju bleiku eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fleiri myndir má sjá í myndasafni

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan