24. október 2025

Bleiki dagurinn – möndlukökur og góðverk

Í tilefni Bleika dagsins þann 22. október tók nemendaráð skólans höndum saman og stóð fyrir ljúfri og góðgerðarfullri söfnun. Nemendaráð hafði samband við Mylluna sem sýndi frábæran stuðning og veitti afslátt af möndlukökum.

Nemendaráð fór síðan með kökurnar um skólann og buðu þær bæði nemendum og starfsfólki sem tóku virkan þátt og keyptu kökur af mikilli ánægju. Allur ágóði rann til Krabbameinsfélags Suðurnesja og samtals safnaðist 150.000 krónur til styrktar baráttunni gegn krabbameini.

Skólinn skartaði sínu fegursta þennan dag þar sem nemendur og starfsfólk klæddust bleiku til að sýna samstöðu og stuðning við mikilvægt málefni.

Við þökkum Myllunni kærlega fyrir rausnarlegt framlag og öllum sem tóku þátt í að gera daginn bæði bleikan, ljúfan og merkilegan.

Sjá myndir í myndasafni.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Hnetulaus